Enn eykst samdrátturinn í Bretlandi

Frá London.
Frá London. mbl.is/Golli

Samdrátturinn í efnahagslífi Bretlands á öðrum ársfjórðungi er hinn hraðasti frá því skráning þessara hagtalna hófst árið 1955 og við blasir versta niðursveifla í hagkerfinu frá því snemma á níunda áratugnum.

Landsframleiðslan dróst saman um 5,6% á þremur mánuðunum til loka júní miðað við þrjá fyrstu mánuði ársins, samkvæmt tilkynningu bresku hagstofunnar.

Samdrátturinn í hagkerfinu nemur 0,8% á þessum öðrum ársfjórðungi samanborið við fyrsta ársfjórðung og er fimmti samfelldi ársfjórðungslegi samdrátturinn.

Samkvæmt tilkynningu hagstofunnar hefur þá efnahagurinn í Bretlandi dregist saman um 5,7% frá því á fyrsta ársfjórðungi í fyrra sem er rúmlega tvöföld niðursveiflan á samdráttarskeiðinu snemma á tíunda áratugnum og á pari við samdráttarskeiðið í byrjun níunda áratugarins.

Tæknileg skilgreining á samdráttarskeiði er að efnahagurinn skreppi saman tvo ársfjórðunga í röð. Samdráttur um 0,8% nú er þó bati frá fyrsta ársfjórðungi þegar efnahagurinn skrapp saman um  2,4, sem er mesta niðursveifla frá árinu 1958. Markaðurinn hafði vænst 0,3% samdráttar á öðrum ársfjórðungi og 5,2% á árinu öllu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur spáð breska hagkerfið dragist saman um 4,2% á yfirstandandi ári vegna fjármálakreppunnar en verði aftur komin í jákvæðan hagvöxt á næsta ári.

Bresk stjórnvöld spá á hinn bóginn að samdrátturinn verði 3,5% á þessu ári en hagvöxtur verði 1.25% á næsta ári og 3,5% 2011. Hagvöxturinn 2008 var 0,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK