Evran styrktist enn gagnvart dollar í morgun í kjölfar frétta um miklar væntingar neytenda í Þýskalandi, stærsta hagkerfis evrusvæðisins. Dollarinn hélst stöðugur meðan fjárfestar bíða átekta eftir því að sjá hvort árshlutauppgjör í vikunni komi til með að benda til uppsveiflu í efnahagslífinu á heimsvísu.
Í viðskiptum seinnihluta morgunsins í London steig evran í 1,4245 gagnvart dollar á móti 1,4206 við lokun á föstudag. Sérfræðingar segja að jákvæðar væntingar neytenda i Þýskalandi undirstriki jákvæða tilfinningu gagnvart evrunni og lyfti henni upp undir 1,4300 sem sé í margra hugum hið sálræna þrep um bjartari horfur.
Væntingavísitala neytenda Í Þýskalandi hækkar fyrir ágúst um 3,5 stig samkvæmt áætlun úr 3 stigum í júlí. Hún hefur þá hækkað fjóra mánuði í röð og vísitalan hefur ekki verið hærri frá því í júní 2008.
Sérfræðingar segja nýlega uppsveiflu hlutabréfamarkaðanna hafa dregið úr ásókn í dollarann sem oft er álitinn hið örugga skjóla á viðsjárverðum tímum. Eins og fyrr segir var evran komin í 1,4245 í morgun gagnvart dollar, 135,47 jen (134,74), 0,8651 pund (0,8641) and 1,5245 svissneska franka (1.5218).
Dollarinn stóð í 95.10 jenum (94.83) og 1.0701 svissneskum frönkum (1,0710).
Sterlingspundið var í 1,6466 dollurum (1,6436).
Verð á gulli hækkaði í 956,03 dollara á únsu á markaðinum í London en var í 951,50 dollurum seint á föstudag.