Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu á Wall Street í kvöld en meðal annars hafði aukin sala á nýjum fasteignum í Bandaríkjunum áhrif til hækkunar. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,17% og er 9.108,43 stig. Hefur vísitalan hækkað samfellt í tvær vikur. Nasdaq hækkaði um 0,10% og Standard & Poor's 500 um 0,30%. Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar hækkuðu um 4,16% og er lokaverð þeirra 0,5312 dalir á hlut.