Hrunið nær óumflýjanlegt

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Vöxtur bankakerfisins var svo mikill og hraður að erfitt, ef ekki ómögulegt, var að koma í veg fyrir hrunið sem varð síðasta haust, að mati Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, FME.

„Það er rétt að fjárframlög til FME fylgdu ekki vexti bankakerfisins og eflaust hefði það hjálpað til ef svo hefði verið. Vandinn var hins vegar sá hve hraður vöxtur bankanna var. Þegar FME fór í úttektir á tilteknu fjármálafyrirtæki var það kannski orðið tvöfalt stærra þegar úttektinni lauk. Kannski voru þessar úttektir of ítarlegar, en meginatriðið er að vöxturinn var gríðarlegur og erfitt fyrir eftirlitið að halda í við hann.“

Bendir Gunnar á að í bandarískum lögum um sparisjóði sé tekið fram að einstakur sparisjóður megi ekki vaxa um meira en 25% á ári. „Sé vöxtur viðskiptabanka hraðari en það er það merki um að líklega sé ekki allt með felldu í rekstri hans. Getur bandaríska fjármálaeftirlitið þá gripið inn í eða jafnvel lokað bankanum í alvarlegustu tilfellunum. Þessar reglur voru lögfestar í Bandaríkjunum eftir að sparisjóðakerfið þar hrundi á ofanverðum níunda áratugnum.“

Segir hann að mjög ör vöxtur banka sé einkenni bólumyndunar. „Svona hraður vöxtur er, eins og við komumst að sjálf, merki um bólumyndun, slakari kröfur í útlánum og fleira sem getur haft alvarleg áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins alls. Stjórnendur bankans eru þá gjarnan að eltast við bónusgreiðslur og breyta bankanum í stóra svikamyllu.“

Rætt er við Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka