Millifærðu hundruð milljóna milli landa

Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.
Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.

Fyrrverandi forstjórar Glitnis, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, millifærðu hundruð milljóna króna af reikningum sínum í bankanum, skömmu fyrir hrunið. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Þrjú endurskoðunarfyrirtæki voru eftir bankahrunið fengin til að rannsaka viðskiptabankana. Það kom í hlut Ernst og Young að skoða Glitni eftir að KPMG varð að segja sig frá verkinu. Skýrslurnar hafa ekki verið gerðar opinberar en fréttastofa RÚV hefur undir höndum hluta skýrslunnar um Glitni.

Lárus færði nánast allt af reikningum sínum í bankanum, 318 milljónir króna skömmu fyrir hrun bankans. Ernst og Young fann enga færslu beint frá Lárusi úr landi. KPMG, sem hóf rannsóknina á Glitni, fann hins vegar færslu til Bretlands á nafni eiginkonu Lárusar upp á 325 milljónir króna. Ernst og Young tekur fram að ekki sé vitað hvort peningarnir, sem millifærðir voru í nafni eiginkonu Lárusar, hafi komið af hans reikningum. En endurskoðendurnir mæla með því að Fjármálaeftirlitið fylgi málinu eftir.

Samkvæmt skýrslunni millifærði Bjarni 262 milljónir króna, í nokkrum færslum. Hæsta upphæðin, 85 milljónir, var millifærð 23. september, tæpri viku áður en bankinn var ríkisvæddur, að því er fram kom í fréttum RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK