Millifærðu hundruð milljóna milli landa

Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.
Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.

Fyrr­ver­andi for­stjór­ar Glitn­is, Lár­us Weld­ing, og for­veri hans, Bjarni Ármanns­son, milli­færðu hundruð millj­óna króna af reikn­ing­um sín­um í bank­an­um, skömmu fyr­ir hrunið. Þetta kem­ur fram í skýrslu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ernst og Young um Glitni. Greint var frá þessu í kvöld­frétt­um RÚV.

Þrjú end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki voru eft­ir banka­hrunið feng­in til að rann­saka viðskipta­bank­ana. Það kom í hlut Ernst og Young að skoða Glitni eft­ir að KPMG varð að segja sig frá verk­inu. Skýrsl­urn­ar hafa ekki verið gerðar op­in­ber­ar en frétta­stofa RÚV hef­ur und­ir hönd­um hluta skýrsl­unn­ar um Glitni.

Lár­us færði nán­ast allt af reikn­ing­um sín­um í bank­an­um, 318 millj­ón­ir króna skömmu fyr­ir hrun bank­ans. Ernst og Young fann enga færslu beint frá Lár­usi úr landi. KPMG, sem hóf rann­sókn­ina á Glitni, fann hins veg­ar færslu til Bret­lands á nafni eig­in­konu Lárus­ar upp á 325 millj­ón­ir króna. Ernst og Young tek­ur fram að ekki sé vitað hvort pen­ing­arn­ir, sem milli­færðir voru í nafni eig­in­konu Lárus­ar, hafi komið af hans reikn­ing­um. En end­ur­skoðend­urn­ir mæla með því að Fjár­mála­eft­ir­litið fylgi mál­inu eft­ir.

Sam­kvæmt skýrsl­unni milli­færði Bjarni 262 millj­ón­ir króna, í nokkr­um færsl­um. Hæsta upp­hæðin, 85 millj­ón­ir, var milli­færð 23. sept­em­ber, tæpri viku áður en bank­inn var rík­i­s­vædd­ur, að því er fram kom í frétt­um RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK