Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.300 milljörðum króna í lok júní og hækkuðu um 36,3 milljarða króna í mánuðinum. Útlán og eignarleigusamningar námu 1.132 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkuðu um 23,3 milljarða króna frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vef Seðlabanka Íslands.
Innstæður í Seðlabankanum drógust saman um 4,6 milljarða milli mánaða, fóru úr 16,5 ma.kr. í 11,9 ma.kr. en kröfur á lánastofnanir hækkuðu um 12,4 ma.kr. Eigið fé nam 80,1 ma.kr. í lok júní og hækkaði um 9,6 ma.kr. milli mánaða.