Frumtak kaupir hlut í Handpoint

Frumtak, sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs, lífeyrissjóða og banka, hefur keypt hlut í Handpoint ehf. fyrir 132 milljónir króna.

Handpoint hefur frá stofnun árið 1999, sérhæft sig í hugbúnaðarlausnum á handtölvum fyrir verslunarkeðjur, að því er segir í tilkynningu.

Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyrissjóðum landsins og bankanna þriggja. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK