Evran aldrei dýrari á árinu

Reuter

Gengi evr­unn­ar er nú 181,80 krón­ur og hef­ur ekki verið jafn hátt það sem af er ári. Gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað um 0,75% það sem af er degi en geng­is­vísi­tal­an er 236,80 stig. Er það hæsta gildi vísi­töl­unn­ar og þar af leiðandi lægsta gengi krón­unn­ar, það sem af er ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá gjald­eyr­is­borði Íslands­banka.

Hef­ur gengi evr­unn­ar gagn­vart krónu hækkað um rúm 7% það sem af er ári ef farið er eft­ir geng­is­skrán­ingu Seðlabanka Íslands. Þar kem­ur fram að evr­an var 169,97 krón­ur þann 1. janú­ar sl en er 181,95 krón­ur í dag, sam­kvæmt geng­is­skrán­ingu Seðlabank­ans í morg­un.

Gengi punds­ins hef­ur hækkað um 21,54% gagn­vart krónu

Banda­ríkja­dal­ur er 129,84 krón­ur, danska krón­an er 24,41 króna og pundið er sam­kvæmt Íslands­banka 213,18 krón­ur. Sam­kvæmt geng­is­skrán­ingu Seðlabank­ans hef­ur gengi punds­ins styrkst gagn­vart ís­lensku krón­unni um 21,54% á ár­inu.

Evr­an er ein­ung­is 6 krón­um frá því að vera jafn dýr og hún varð dýr­ust eft­ir banka­hrunið í októ­ber á síðasta ári, að því er seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Lít­il trú á krón­unni

„Eft­ir tíma­bil stöðug­leika frá því í upp­hafi júní síðastliðinn hef­ur krón­an verið að lækka í þess­ari viku sam­tals um 2,0%. Króna hef­ur verið að lækka í verði þrátt fyr­ir mik­il gjald­eyr­is­höft, inn­grip Seðlabank­ans á gjald­eyr­is­markaði, um­tals­verðan mun á inn­lend­um og er­lend­um vöxt­um og mik­inn  af­gang af vöru- og þjón­ustu­jöfnuði við út­lönd.

Lít­il trú er á krón­unni og tals­verðar vænt­ing­ar um frek­ari lækk­un henn­ar. Hvoru­tveggja ger­ir það að verk­um að vilji fjár­magnseig­enda til að halda krón­unni er lít­ill.

Viðskipti á milli­banka­markaði með gjald­eyri hafa verið lít­il og litl­ar fjár­hæðir þarf því til að hreyfa gengi krón­unn­ar nokkuð. Frétt­ir af hugs­an­legri frest­un á að ann­ar hluti láns Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins skili sér hef­ur haft nei­kvæð áhrif á markaðinn í vik­unni.

Eng­ar breyt­ing­ar hafa orðið á gengi krón­unn­ar á af­l­ands­markaði í vik­unni. Þar kost­ar evr­an 220 krón­ur. Viðskipti þar eru afar lít­il og strjál," að því er seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK