Gildistími yfirtökutilboðs framlengdur

Merki Alfesca
Merki Alfesca

Fjármálaeftirlitið hefur fallist á beiðni um að gildistími yfirtökutilboðs Lur Berri í öll hlutabréf Alfesca verði framlengdur en tilboðsfrestur átti að renna út klukkan 16 í dag. Yfirtökutilboðið verður framlengt um 18 daga, að því er fram kemur á vef FME.

Fjármálaeftirlitinu hefur borist beiðni af hálfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. f.h. sjóðanna Kaupthing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildi-Lífeyrissjóðs,  Sameinaða Lífeyrissjóðsins og Stafir lífeyrissjóðs, um að framlengja gildistíma yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf., dags. 25. júní 2009, sem rann út kl. 16.00 í dag. Tilefni beiðnar ofangreindra aðila er að þeir hafa krafist hluthafafundar í þeim tilgangi að ræða yfirtökutilboðið. Ofangreindir aðilar eru skráðir fyrir 679.756.524 (11,57%) hlutum í Alfesca hf.

Í tengslum við yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. hafa verið unnin tvö verðmöt sem gefa ólíka mynd af tilboðinu. Annars vegar var verðmat unnið af Saga Capital sem telur tilboðsgengi Lur Berri Iceland ehf. (kr. 4,5 per hlut) til hluthafa Alfesca hf. sanngjart. Hins vegar var verðmat unnið af IFS Ráðgjöf ehf. sem telur verðmæti hvers útistandandi hlutar í Alfesca hf. vera kr. 8,0 per hlut. Meðal annars á að ræða þessi verðmöt á fundinum sem ofangreindir aðilar hafa krafist.

Fjármálaeftirlitið telur gildar ástæður vera fyrir því að framlengja gildistíma tilboðs. Yfirtökutilboðið verður framlengt um 18 daga og beinir Fjármálaeftirlitið því til Alfesca hf. að boða til hluthafafundar við fyrsta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK