Hitnar undir stól hollenska seðlabankastjórans

Icesave logo landsbankans
Icesave logo landsbankans mbl.is

Þingmenn á hollenska þinginu eru sagðir hafa efasemdir um hvort framlengja eigi skipun seðlabankastjóra, Nout Wellink, í embætti þegar ráðningarsamningur hans rennur út árið 2011. Segir hollenska dagblaðið Trouw í dag að það sé meðal annars vegna Icesave- reikninga Landsbankans.

Wellink og Seðlabanki Hollands hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir sinn hlut í málum tengdum Icesave í Hollandi og yfirtöku á ABN Amro, að því er fram kemur í Trouw í dag.

En þrátt fyrir harkalega gagnrýni á Wellink þá eru sósíalistar þeir einu sem hafa opinberlega sett sig á móti því að hann verði tilnefndur áfram í embætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK