Samkomulag um greiðslu frá AGS

Reuters

Lykilfundur íslenskra yfirvalda með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) gæti átt sér stað seint í ágúst eða snemma í september að sögn Poul Thomsen, aðstoðarframkvæmdastjóra Evrópudeildar AGS. Er það í samræmi við það sem ríkisstjórn Íslands hefur sagt.

Í tilkynningu AGS kemur fram að samkomulag hafi náðst við Ísland um að greiða út annan hluta lánsins, 155 milljónir dala. Hins vegar þarf yfirstjórn AGS að fara yfir samkomulagið áður en hægt að greiða út lánið til Íslands. Því má búast við að það gerist að loknum fundi yfirstjórnar sjóðsins í lok ágúst eða byrjun september.

„Með viðbótartíma hefur yfirvöldum reynst unnt að gera áætlanirnar skýrari þ.á.m. hvað varðar fjármálastöðugleika, afnám gjaldeyrishafta og endurskipulag fjármálageirans,“ hefur Wall Street Journal eftir Thomsen.

Hann sagði jafnframt að íslensk yfirvöld hefðu náð samkomulagi við AGS varðandi efnahagsáætlunina sem er til grundvallar því að endurskoðun til að hægt verði að greiða annan hluta 2,1 milljarðs dala láns sjóðsins en til stóð að sú greiðsla yrði afgreidd í febrúar. Var henni frestað á sínum tíma, meðal annars út af kosningum á Íslandi. Til stóð að taka endurskoðunina fyrir á fundi yfirstjórnar AGS á mánudag en því var frestað í gær.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu frá því í gærkvöldi kom fram að sjóðurinn hafi staðreynt að fjármögnun efnahagsáætlunarinnar með greiðslum frá utanaðkomandi aðilum, m.a. Norðurlöndunum, hafi ekki verið tryggð. Umsamin norræn lán eru mikilvægur hluti efnahagsáætlunarinnar og verður aðgengi að þeim að vera að fullu tryggt áður en framkvæmdastjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins telur sig geta gengið frá endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK