Segja trúnað gilda um upplýsingar

Sverrir Vilhelmsson

 Kaupþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að upplýsingar sem birtar voru á vefnum Wikileaks séu trúnaðarupplýsingar. Þar koma fram upplýsingar um fund lánanefndar Kaupþings rétt fyrir hrunið. Eru þar upplýsingar um 205 einstaklinga og félög sem fengu lánaðar 45-1.250 milljónir evra, 8,2-226,6 milljarða króna, hjá bankanum.

Reyna að stöðva birtingu

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var fjallað um skýrsluna sem er alls 209 blaðsíður að lengd.

„Yfirlýsing vegna umfjöllunar RÚV um lántakendur Kaupþings
Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings vekja athygli á að upplýsingar um lántakendur hjá gamla Kaupþingi sem birtar voru á erlendri vefsíðu og fjallað var um í sjónvarpsfréttum RÚV eru trúnaðarupplýsingar.

Birting þeirra er í andstöðu við ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki.

Verið er rannsaka uppruna birtingarinnar. Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings ber skylda til að halda trúnaði við viðskiptavini sína og koma í veg fyrir að óviðkomandi hafi aðgang að viðskiptaupplýsingum þeirra. Því var ákveðið að fara fram á að upplýsingarnar yrðu fjarlægðar af síðunni. Fjármálaeftirlitinu hefur þegar verið gert viðvart um málið.

Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og viðskiptavina. Með birtingu slíkra upplýsinga er því sambandi ógnað.

Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um þagnarskyldu:
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna," að því er segir í yfirlýsingu frá Kaupþingi.

 Hér er hægt að skoða skýrsluna á Wikileaks

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka