Segja trúnað gilda um upplýsingar

Sverrir Vilhelmsson

 Kaupþing hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að upp­lýs­ing­ar sem birt­ar voru á vefn­um Wiki­leaks séu trúnaðar­upp­lýs­ing­ar. Þar koma fram upp­lýs­ing­ar um fund lána­nefnd­ar Kaupþings rétt fyr­ir hrunið. Eru þar upp­lýs­ing­ar um 205 ein­stak­linga og fé­lög sem fengu lánaðar 45-1.250 millj­ón­ir evra, 8,2-226,6 millj­arða króna, hjá bank­an­um.

Reyna að stöðva birt­ingu

Í kvöld­frétt­um Sjón­varps­ins var fjallað um skýrsl­una sem er alls 209 blaðsíður að lengd.

„Yf­ir­lýs­ing vegna um­fjöll­un­ar RÚV um lán­tak­end­ur Kaupþings
Nýja Kaupþing og skila­nefnd Kaupþings vekja at­hygli á að upp­lýs­ing­ar um lán­tak­end­ur hjá gamla Kaupþingi sem birt­ar voru á er­lendri vefsíðu og fjallað var um í sjón­varps­frétt­um RÚV eru trúnaðar­upp­lýs­ing­ar.

Birt­ing þeirra er í and­stöðu við ákvæði um þagn­ar­skyldu í lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Verið er rann­saka upp­runa birt­ing­ar­inn­ar. Nýja Kaupþing og skila­nefnd Kaupþings ber skylda til að halda trúnaði við viðskipta­vini sína og koma í veg fyr­ir að óviðkom­andi hafi aðgang að viðskipta­upp­lýs­ing­um þeirra. Því var ákveðið að fara fram á að upp­lýs­ing­arn­ar yrðu fjar­lægðar af síðunni. Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hef­ur þegar verið gert viðvart um málið.

Nýja Kaupþing og skila­nefnd Kaupþings telja að upp­lýs­ing­ar um viðskipta­vini Kaupþings eigi ekki er­indi til al­menn­ings og sé brot á þeirri vernd sem banka­leynd á að veita viðskipta­mönn­um. Mik­il­vægt er að traust og trúnaður ríki milli fjár­mála­stofn­ana og viðskipta­vina. Með birt­ingu slíkra upp­lýs­inga er því sam­bandi ógnað.

Í lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki seg­ir um þagn­ar­skyldu:
Stjórn­ar­menn fjár­mála­fyr­ir­tæk­is, fram­kvæmda­stjór­ar, end­ur­skoðend­ur, starfs­menn og hverj­ir þeir sem taka að sér verk í þágu fyr­ir­tæk­is­ins eru bundn­ir þagn­ar­skyldu um allt það sem þeir fá vitn­eskju um við fram­kvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einka­mál­efni viðskipta­manna þess, nema skylt sé að veita upp­lýs­ing­ar sam­kvæmt lög­um. Þagn­ar­skyld­an helst þótt látið sé af starfi. Sá sem veit­ir viðtöku upp­lýs­ing­um af því tagi sem um get­ur í 1. mgr. er bund­inn þagn­ar­skyldu með sama hætti og þar grein­ir. Sá aðili sem veit­ir upp­lýs­ing­ar skal áminna viðtak­anda um þagn­ar­skyld­una," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Kaupþingi.

 Hér er hægt að skoða skýrsl­una á Wiki­leaks

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK