Kaupþing fer fram á lögbann

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru meðal þeirra sem hafa …
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru meðal þeirra sem hafa fengið háar fjárhæðir lánaðar hjá Kaupþingi í gegnum tíðina. Bæði persónulega og í gegnum félög sín Brynjar Gauti

Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi, í þeim tilgangi að banna frekari birtingu upplýsinga úr gögnum frá lánanefndarfundi í Kaupþingi. Þetta kom fram í síðdegisfréttum RÚV.

Gögnin voru birt á vefsíðunni Wikileaks og fjölmiðlar vitnað til gagnanna í gær og í dag. Reiknað er með að lögbannsbeiðnin verði tekin fyrir og afgreidd hjá yfirvöldum fyrir kvöld.

Stærstu áhættuskuldbindingar Kaupþings

· Exista Group hf.: 1.425 milljónir evra

· Robert Tchenguiz: 1.374 milljónir evra

· Skúli Þorvaldsson: 790 milljónir evra

· Kjalar (Ólafur Ólafsson) 636 milljónir evra · Gaumur Group: 633 milljónir evra

*Miðað við gengi evrunnar í gær (180 kr.) jafngilda 500 milljónir evra 90 milljörðum króna.

Mbl.is birti skýrsluna í heild í gærkvöldi og er hægt að nálgast hana hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka