Tók engin veð vegna lúxusíbúðar

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Landsbankinn veitti Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lán í ársbyrjun 2007 til að fjármagna kaup á íbúð við Gramercy Park North í New York án veðtrygginga. Kaupverð íbúðarinnar var rúmlega 24 milljónir dollara, sem er rúmlega þrír milljarðar króna á núverandi gengi.

Hvorki var gefið út tryggingarbréf né veðskuldabréf vegna lánsins. Talið var að Jón Ásgeir væri borgunarmaður fyrir láninu en rekstur fyrirtækja hans var í miklum blóma á þessum tíma.

Kallaði eftir tryggingum

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær greip skilanefnd Landsbankans nýverið til aðgerða og kallaði eftir frekari veðtryggingum frá Jóni Ásgeiri eftir að hann hafði veitt breska kaupsýslumanninum Don McCarthy, stjórnarformanni vöruhússins House of Fraser, veð í íbúðinni. Tilgangurinn var að verja hagsmuni skilanefndarinnar. Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, gáfu út tryggingarbréf upp á sjö milljónir dollara, eða um 910 milljónir dollara og er skilanefndin því með veð á 2. veðrétti í 101 Hóteli við Hverfisgötu 8-10 fyrir þeirri upphæð, en fyrir hvílir veð frá Kaupþingi upp á 350 milljónir króna.
Alþýðuhúsið gamla við Hverfisgötu 8-10, en 101 Hótel er þar …
Alþýðuhúsið gamla við Hverfisgötu 8-10, en 101 Hótel er þar til húsa. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK