Búist við hagvexti að nýju

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Larry Summers, efnahagsráðgjafi Bandaríkjaforseta segir, að búast megi við því að hagvöxtur verði að nýju á síðari hluta ársins eftir samdráttarskeið, sem varað hefur í heilt ár.  

„Það er lang líklegast að það verði hagvöxtur á ný á síðari hluta ársins, " sagði Summers í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpsstöðinni NBC.

Samdráttur bandaríska hagkerfisins á öðrum fjórðungi ársins var ekki eins mikill og sérfræðingar höfðu spáð, eða um 1% og hefur það vakið vonir um að samdráttarskeiðið sé nú brátt á enda.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK