Tryggingasjóður breskra innistæðueigenda (Financial Services Compensation Scheme) hefur greitt út 21 milljarð breskra punda, 4.461 milljarð króna, til breskra sparifjáreigenda síðustu sex mánuði. Á sama tímabili í fyrra greiddi FSCS út 1 milljarð punda. Stærsti hluti fjárins er greiddur vegna hruns íslensku bankanna, samkvæmt vef Banking Times. Eru það Icesave-reikningur Landsbankans, Heritable Bank, sem var í eigu gamla Landsbankans og Singer & Freidlander, sem var í eigu gamla Kaupþings.
Auk þess sem sjóðurinn greiddi einnig út til sparifjáreigenda bresku bankanna Bradford & Bingley ogLondon Scottish Bank.