Hagnaður HSBC dróst saman um 57%

BOBBY YIP

Hagnaður HSBC, stærsta banka Evrópu, dróst saman um 57% á fyrstu sex mánuðum ársins og nam 3,35 milljörðum Bandaríkjadala, 430 milljörðum króna. Fyrir skatta nam hagnaður bankans 5 milljörðum Bandaríkjadala en bankinn hefur ekki þurft á ríkisaðstoð að halda líkt og margir aðrir bankar í heiminum. 

HSBC er að loka flestum fasteignalánastarfstöðvum sínum í Bandaríkjunum en bankinn hefur tapað gríðarlegum fjárhæðum á fasteignalánum undanfarin misseri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK