Vill aflétta bankaleynd

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, seg­ir á heimasíðu sinni í dag að aflétta verði banka­leynd af öll­um fjár­mála­stofn­un­um, ekki bara Kaupþingi, held­ur líka Lands­bank­an­um og spari­sjóðunum.

„Hver á(tti) pen­ing­ana sem fjár­mála­menn bröskuðu með (og braska enn?) með í bönk­um og fjár­mála­stofn­un­um? Við. Al­menn­ing­ur. Nú er komið á dag­inn hve ótrú­lega ósvífn­ir þeir voru í viðskipt­um sín í milli í harðsvíraðri sam­trygg­ingu og kross­fjár­fest­ing­um; hvernig þeir skákuðu millj­arðatug­um til og frá á tafl­borði eig­in­hags­muna; og hvernig þeir síðan und­ir það síðasta settu fjár­muni í rík­is­skulda­bréf þegar þeim þótti hætta á að pen­ing­arn­ir væru ekki nægi­lega trygg­ir í bönk­un­um sem þeim - „kjöl­festu­fjár­fest­un­um" - höfðu verið fengn­ir í hend­ur af þáver­andi stjórn­völd­um. Hvers vegna rík­is­skulda­bréf­um? Jú, rík­is­skulda­bréf­in eru þar tryggi­leg­ast á ábyrgð okk­ar, al­menn­ings," seg­ir Ögmund­ur.

Hann seg­ir að slag­ur­inn um banka­leynd snú­ist nú um rétt  al­menn­ings til að sjá hvernig farið var með hann.

„Þarf að segja meira? Þetta er siðleysi af hæstu gráðu. Ekki er nóg með að búið sé að setja bank­ana á haus­inn held­ur þjóðfé­lagið allt - og samt leyfa fjár­mála­menn sér að tala um það sem mann­rétt­indi að sveipa  gjörðir sín­ar leynd­ar­hjúp."

Heimasíða Ögmund­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK