Danir æfir yfir lekanum

FIH
FIH

Upplýsingar um lánveitingar til danskra fyrirtækja eru einnig í skýrslu um stórar áhættulánveitingar Kaupþings sem var lekið á vef wikileaks um helgina.

Þar er að finna upplýsingar um lánveitingar til yfir fimmtíu stærstu fyrirtækja í Danmörku, til dæmis AP Möller, Saxo bank, Dong Energy og TDC. Upplýsingar um lánshæfi, greiðslugetu og áhættuþætti við lánveitinguna. Samkvæmt útreikningum hins danska ComOn, voru um 40 milljónir danskra króna, lánaðar til þessara fyrirtækja. Í lánabókinni koma fram mjög viðkvæmar upplýsingar sem sýna að mörg dönsku fyrirtækjanna eru veðsett upp í rjáfur.

Það er mjög, mjög slæmt að lánabókinni var lekið á netið. Ég hef ekki ennþá yfirsýn yfir hvað kemur þar fram sagði Henrik Sjögreen, bankastjóri danska FIH bankans, sem er í eigu gamla Kaupþingsbanka en hann var nýkominn með skjölin í hendurnar.


Hann sagðist vonast til þess að þar kæmu ekki fram upplýsingar, sem gætu haft skaðleg áhrif fyrir viðskiptavini FIH bankans. Sjögreen undirstrikaði að það væri bankaleynd bæði á Íslandi og í Danmörku og ætlaði að vera í sambandi við danska fjármálaeftirlitið varðandi málið.


Flemming Nytoft Rasmussen, aðstoðarforstjóri danska fjármálaeftirlitsins, er ekki heldur ánægður og segir í samtali við ComOn, bæði hörmulegt og ólöglegt að lánabókin hafi verið opinberuð.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK