Verð á hráolíu hefur lækkað í morgun eftir mikla hækkun í gærkvöldi en sérfræðingar telja að eftirspurn eigi eftir að aukast umtalsvert á næstunni í heiminum og að það versta sé að baki í efnahagsmálunum víða. Verð á hráolíu lækkaði um 1,02 dali í 70,56 dali tunnan á NYMEX markaðnum í New York í morgun. Brent Norðursjávarolía til afhendingar í september hefur lækkað um 63 sent í 72,92 dali tunnan í Lundúnum.