Exista hafnar fullyrðingum um óeðlilegar lánafyrirgreiðslur

mbl.is

Exista hf. vill í tilefni af fréttaflutningi um lánveitingar Kaupþings banka hf. til félagsins taka fram, að fjármögnun Exista hefur frá árinu 2007 almennt farið fram án veðtrygginga í eignum félagsins.

„Tugir alþjóðlegra banka hafa lánað Exista með sambærilegum skilmálum og Kaupþing án veðtrygginga. Um þessar mundir vinnur Exista með lánveitendum sínum að því að endurskipuleggja skuldbindingar félagsins með það að markmiði að endurgreiða þær á komandi árum.

Þá vill Exista taka fram að félagið dró úr lánum sínum hjá Kaupþingi yfir árið 2008 og greiddi niður lán sem nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi fyrir fall bankans. Í lok september 2008 námu lánveitingar frá Kaupþingi banka hf. um 16% af heildarlánsfjármögnun Exista hf.

Exista hafnar því fullyrðingum um að félagið hafi notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá Kaupþingi banka," að því er segir í yfirlýsingu frá Exista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK