Kantaraborg fær endurgreitt frá Heritable bankanum

Kantaraborg átti innistæður hjá Landsbankanum og Glitni
Kantaraborg átti innistæður hjá Landsbankanum og Glitni mbl.is/Golli

Kantaraborg hefur fengið hluta af innistæðu sinni hjá Heritable bankanum sem var í eigu Landsbankans í Bretlandi. Alls hefur borgin fengið 67.387 pund af 4 milljónum punda sem borgin átti inni á reikningum bankans fyrir hrun Landsbankans. Auk þess átti Kantaraborg 178 þúsund pund inni í vöxtum.

Segir á vef Kent að borgarstjórn Kantaraborgar vonist til þess að fá um 80% af innistæðunni endurgreitt frá Heritable bankanum. Jafnframt átti borgin tvær milljónir punda inni á reikningum Glitnis en á ekki von á því að endurheimta neitt af því fé fyrr en á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK