Byggja þarf upp meiri gjaldeyrisforða

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eggert Jóhannesson

Ísland þarf að komast lengra á leið með endurreisn bankakerfisins og byggja upp meiri gjaldeyrisforða áður en hægt verður að afnema gjaldeyrishöft. Þetta sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í gær áður en ríkisstjórnin kynnti áætlun sína vegna haftanna.

Rozwadowski lét orðin falla í samtali við blaðmanna Reuters fréttastofunnar. Hann sagði þriðja þáttinn vera skera niður á fjárlögum og gengi sú aðgerð vel.

Hann sagði ljóst að áformum ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins yrði að mestum hluta lokið síðar á þessu ári. Og í kjölfar endurskoðunar AGS á efnahagsáætlun Íslendinga ætti gjaldeyrisforðinn að styrkjast svo fullnægjandi sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK