Heimild til að auka hlutafé Icelandair

mbl.is/Halldór Kolbeins

Forsvarsmenn Sigla ehf lögðu fram breytingartillögu á hluthafafundi flugfélagsins í dag: Óskað var eftir að veita stjórn heimild til þess að auka hlutafé fyrirtækisins um fjóra milljarða að nafnvirði. Tillagan var samþykkt.

Íslandsbanki, stærsti hluthafi Icelandair Group og viðskiptabanki þess, hafði áður óskað eftir 15 milljarða aukningu.

Sigla ehf. vildi veita hluthöfum forgangsrétt í hlutafjáraukningunni, sem var samþykkt, en bankinn hafði óskað eftir að hluthafar féllu frá forgangsrétti.

Icelandair Group er skuldum vafið og þarf að ráða bót á því. Eiginfjárhlutfallið var 17% í lok mars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK