Sigurður Helgason náði kjöri

Sigurður Helgason.
Sigurður Helgason. mbl.is/Þorkell

Ný fimm manna stjórn Icelandair Group var kjörin á hluthafafundi félagsins rétt í þessu. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hver verður stjórnarformaður.
Sigurður Helgason var ekki staddur á hluthafafundinum, hann er í Finnlandi, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Heimildir herma að hann verði stjórnarformaður.


 Nýir stjórnarmenn eru: Sigurður Helgason (fyrrv. forstjóri Flugleiða), Jón Ármann Guðjónson, Pétur J. Eiríksson (fyrrv. framkvæmdastjóri Icelandair Cargo),  Katrín Olga Jóhannesdóttir og Jón Ármann  Guðjónsson.

Finnur Reyr Stefánsson var endurkjörinn í stjórnina. Hann fer fyrir Siglu ehf. sem á 2% hlut í Icelandair Group.

Jónas Gauti Friðþjófsson, sem bauð sig fram fyrir hönd fjórða stærsta hluthafa flugfélagsins sem er Alnus með 3% hlut, dró framboð sitt til baka.

Friðrik Á Brekkan og Geirþrúður Alfreðsdóttir náðu ekki kjöri í stjórn félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK