Staða Litháen sú versta innan ESB

Staðan í efnahagsmálum Litháen er grafalvarleg
Staðan í efnahagsmálum Litháen er grafalvarleg Reuters

Samdrátturinn í Litháen í ár er sá mesti sem nokkuð ríki innan Evrópusambandsins glímir við. Samkvæmt nýrri spá frá Seðlabanka Litháens verður samdrátturinn 19,3%. Hefur efnahagsástandið ekki verið jafn slæmt í landinu frá árinu 1992 þegar samdrátturinn nam 21,26%. En á þeim tíma var landið nýbúið að öðlast sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

Spá seðlabankans verður alltaf svartari og svartari. Í maí spáði hann tæplega 16% samdrætti og í janúar hljóðaði spáin upp á 4,9% samdrátt í efnahagslífinu.

Staðan er heldur skárri hjá nágrannaríkinu Lettlandi en þar er spáð 18% samdrætti í ár. Í Eistlandi er spáð 15,3% samdrætti.

Seðlabankinn spáir 3,9% verðbólgu í Litháen í ár og 2% verðhjöðnun á næsta ári. Laun munu að meðaltali lækka um 9,8% í ár og 8,1% árið 2010. Atvinnuleysi mælist nú 9,7% en gæti farið í 15,7% í ár og 19,3% á því næsta, samkvæmt spá Seðlabanka Litháen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK