Óánægðir hluthafar íhuga málssókn gegn bankastjóra

Danski seðlabankinn.
Danski seðlabankinn.

Óánægðir hluthafar Hróarskeldubanka íhuga nú málsókn gegn Sören Kaare-Andersen sem tók við í júní 2007, af Niels Valentin Hansen sem á nú yfir höfði sér ákæru vegna starfa sinna hjá bankanum.

Hluthafarnir eru líka sagðir huga að skaðabótamáli gegn Hansen og fyrrum stjórn bankans eftir að hlutabréf í Hróarskeldubanka urðu verðlaus.

Þetta kemur fram í Börsen en Kaare-Andersen lýsti því yfir í sama blaði í september árið 2007, við upphaf lánsfjárkrísunnar, að bankinn þyrfti ekki á lánsfé að halda næsta árið. Hann væri nægilega sterkur án þess. Níu mánuðum seinna tók danski seðlabankinn yfir.

Börsen telur þó líklegra að hluthafarnir, sem töpuðu allri fjárfestingu sinni í Hróarskeldubankanum, komi ekki til með að bera neitt úr býtum, höfði þeir mál gegn Hansen og stjórn bankans. Mögulegar skaðabætur verði líklegast greiddar hinum nýja eiganda bankans, þ.e. danska ríkinu.

Talsmaður dönsku neytendasamtakanna, segist vissulega ánægður með að verið sé að hreinsa til innan fjármálageirans en það komi ekki til með að gagnast þeim viðskiptavinum Hróarskeldubanka sem annað hvort keyptu bréf í bankanum eða fengu slæma ráðgjöf. Þeir séu neyddir til að fara annað hvort dómstólaleiðina eða leita til stjórnvalda og þar sé niðurstaða skýrslunnar um bankann ekki nógu afgerandi varðandi rétt til skaðabóta.

Sagt er að skýrt komi fram í skýrslunni að Hansen, og fyrrverandi stjórn og endurskoðendur bankans hafi brugðist skyldum sínum og það myndi þá grundvöll til bótaréttar.

Stjórnarmenn ekki áhyggjur af málshöfðun
Haft er eftir fyrrum stjórnarmanni bankans, Ib Mardahl-Hansen í Börsen að hann telji ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála. Ekki hafi verið hægt að ætlast til að hann hefði betri yfirsýn en Fjármálaeftirlitið, endurskoðendur og framkvæmdastjórnin. Hann hafi lýst yfir áhyggjum af útlánastöðu en Hansen fullvissað sig um að allt væri í lagi.

Annar fyrrum stjórnarmaður Peter Muller telur heldur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur og hefur í samtali við NR Nyheder enga trú á að eitthvað komi út úr skaðabótamáli.

Lagaprófessorinn Morten Samuelson sagði í Berglinske Business að við rannsóknina þurfi að taka tillit til mismunandi vægis ábyrgðar fyrrum stjórnarmanna á því hvernig hlutirnir fóru, þar sem ekki sé hægt að lögsækja stjórnina sem lögaðila fyrir rétti. Vega og meta þurfi þá möguleika sem hver og einn hafði, til að áhrif á stöðuna og það geti reynst erfitt.

Börsen tekur fram að slitastjórnin telji ekki ástæðu til að fara í mál við bankastjórann, þar hann hafi reynt að bjarga því sem bjargað varð eftir Hansen.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK