Lárentsínus vék sæti

Stofa nefndarmanns í skilanefnd fékk ítarlegan verksamning við skilanefndina.
Stofa nefndarmanns í skilanefnd fékk ítarlegan verksamning við skilanefndina. mbl.is/hag

Lárent­sín­us Kristjáns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður sem sit­ur í skila­nefnd Lands­bank­ans, vék sæti þegar skila­nefnd­in tók til um­fjöll­un­ar ít­ar­leg­an inn­heimtu­samn­ing sem nefnd­in gerði við lög­mannstofu þar sem hann er eig­andi, Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur (LR).

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá skila­nefnd­inni. Þar seg­ir að sl. haust hafi verið gerður „ít­ar­leg­ur verk­samn­ing­ur“ við ónafn­greind­an lög­mann hjá LR vegna inn­heimtu krafna á hend­ur Ex­ista. Þar seg­ir að samn­ing­ur­inn byggi á tíma­gjaldi og að í hon­um sé ákvæði sem mæli fyr­ir um að inn­heimtu­kostnaður verði aldrei greidd­ur af skila­nefnd­inni um­fram tíma­gjald lög­manns­ins. LR ann­ist inn­heimt­ur fyr­ir hönd skila­nefnd­ar­inn­ar gagn­vart Ex­ista á grund­velli al­mennr­ar gjald­skrár.

Í DV í dag er sagt frá inn­heimtu­samn­ingn­um en þar er því haldið fram að Lög­fræðistofa Reykja­vík­ur krefj­ist 250 millj­óna króna þókn­un­ar vegna verk­efn­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK