Býst við óbreyttum vöxtum

Greining Íslandsbanka segist búast við því, að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum, eða 12%, á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem haldinn verður í vikunni.

Íslandsbanki vísar í fundargerð peningastefnunefndar frá síðustu vaxtaákvörðun þar sem komi skýrt fram, að styrking krónu frá því gildi sem hún stóð í við síðustu vaxtaákvörðun væri forsenda vaxtalækkunar. Gengi krónunnar hafi lækkað um ríflega prósent frá vaxtaákvörðuninni í byrjun júlí og ólíklegt sé, að það muni hækka fram að vaxtaákvörðunardegi bankans. Mikið framboð sé af lausu fé á peningamarkaði og hafi markaðsvextir verið að lækka og séu nú undir stýrivöxtum. Á móti hafi frekar dregið úr verðbólguvæntingum.

Greining Íslandsbanka segist síðan reikna með því, að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum fram á 2. ársfjórðung næsta árs. Fyrirhugað afnám gjaldeyrishafta ásamt væntanlegri þróun krónunnar mun kalla á óbreytta stýrivexti fram að þeim tíma. Ekki sé hægt að útiloka að peningastefnunefnd bankans ákveði að hækka vexti bankans á þessum tíma. Að því tilskyldu að framvindan í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda verði líkt og að sé stefnt ættu að skapast forsendur fyrir hækkun krónunnar á næsta ári og að samhliða þeirri þróun verði slakað á aðhaldinu í peningamálum.

Spáir Íslandsbanki því, að peningastefnunefnd Seðlabankans byrji að lækka vexti aftur í upphafi 2. ársfjórðungs á næsta ári og geri það í nokkrum þéttum en frekar varfærnum skrefum. Verði stýrivextirnir komnir í 7,5% í lok næsta árs eða 4,5 prósentum lægri en þeir eru nú. Um mitt ár 2011 verði stýrivextir Seðlabankans komnir niður í 6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK