Kaupþingsleki hjá lögreglunni

mbl.is/Ómar

Birting upplýsinga úr lánabók Kaupþings á vefsíðunni Wikileaks er til skoðunar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður deildarinnar.

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að FME hafi bent efnahagsbrotadeild á að þessar upplýsingar hafi verið gerðar opinberar á síðunni föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi.

Helgi Magnús segir að engin formleg kæra hafi borist en málið sé til meðferðar hjá embættinu.

Gunnar og Helgi segja ekki vitað hvert brotið eigi rætur að rekja. Báðir eru sammála um að mál af þessu tagi séu erfið viðfangs.

Skjalið, sem er aðgengilegt á vefsíðunni wikileaks.org, geymir upplýsingar um lán til 206 viðskiptavina gamla bankans, upphæðir, ábyrgðir og áhættuþætti. Var það kynnt á stjórnarfundi Kaupþings 25. september 2008.

Sumir af þessum viðskiptavinum eru enn í dag viðskiptavinir nýja bankans. Nýi Kaupþing og skilanefnd gamla Kaupþings fóru fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem byggðist á upplýsingum sem voru birtar á vefsíðunni. Frá því var svo fallið 4. ágúst sl..

Birting gagnanna var sögð í andstöðu við ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka