Time: Lánabók Kaupþings enn eitt áfallið

Ísland er varla búið að jafna sig eftir efnahagshrunið síðasta haust þegar nýtt áfall tengt bönkunum kemur í ljós með birtingu upplýsinga um helstu skuldara Kaupþings er birt á Wikileaks. Í lánabókinni sést hversu óábyrgar lánveitingar bankans voru, að því er fram kemur í grein sem birtist á vef bandaríska tímaritsins Time en tímaritið bætist í dag í hóp þeirra fjölmörgu erlendu fjölmiðla sem fjallað hafa um upplýsingar upp úr lánabók Kaupþings og þau lán sem bankinn veitti.

Segir í grein Time að skýrslan lýsi í smáatriðum háum lánum sem Kaupþing veitti tengdum aðilum, þar á meðal stærstu hluthöfum bankans og viðskiptavinum.

„Dagsett 25. september 2008 dregur skýrslan fram í sviðsljósið ófyrirlitlega lánastefnu bankans rétt áður en íslenskt efnahagslíf bráðnaði," að því er segir í greininni.

Þar er farið yfir hrunið hér á landi, stærð bankakerfisins fyrir hrun og fall íslensku krónunnar síðustu mánuði. Þá reiði sem braust út í þjóðfélaginu í kjölfarið og segir greinarhöfundar að þjóðin sé enn reið og spurningin „hvert fóru allir peningarnir?" brenni á vörum margra.

Nú gefi skýrslan sem lekið var út á netið til kynna hvernig stærsti banki Íslands var að útbýta milljörðum einungis nokkrum vikum fyrir hrunið, að því er segir í grein Time í dag.

Samkvæmt skýrslunni lánaði Kaupþing tíu stærstu viðskiptavinum sínum yfir 12 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildi tæplega þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Hæsta fjárhæðin hafi runnið til Exista sem hafi átt stærsta hlutinn í Kaupþingi eða 23% hlut. Jafnframt hafi fyrirtæki tengd Lýði Guðmundssyni, sem sat í stjórn Kaupþings og Exista, Robert Tchenguiz, breskur fjárfestir og stærsti viðskiptavinur Kaupþings og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Standford verið meðal þeirra sem fengu háar fjárhæðir að láni hjá Kaupþingi.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK