Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að það væri mat þeirra, sem hefðu komið að málum að verulegur gjaldeyrisforði sé óumflýjanlegur liður í endurreisn íslenska efnahagslífsins. 

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því í fyrirspurnartíma hvort þörfin á að styrkja gjaldeyrisforðann með lántöku væri ofmetin. Vitnaði hann til skoðana hagfræðinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum. Spurði hann fjármálaráðherra hvort lægi fyrir sjálfstætt mat á þörfinni á gjaldeyrisforða í ár og næstu árin.

Steingrímur sagði að sjálfsagt mætti deila um hversu stóran gjaldeyrisforða sé nauðsynlegt að hafa til að auka tiltrú og styrkja gengi krónunnar. Allt snérist þetta líka um að eyða óvissu. Ekki væri endilega víst í hvaða mæli og hvenær öll þessi lán verða tekin og ekki hvort að þau skili sér öll í hús. „Viðræður við Rússa eru skammt á veg komnar. Norðurlandalánasamningarnir bíða tilbúnir og viðræðum við Pólverja hefur miðað vel,“ sagði hann. Fjármálaráðherra sagði það  mat þeirra, sem að þessu hafa komið, að það sé óumflýjanlegur liður í endurreisninni að hafa verulegan gjaldeyrisvaraforða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka