Danskur kylfingur ákærður fyrir skattsvik

Bestu atvinnukylfingarnir hafa afar góðar tekjur.
Bestu atvinnukylfingarnir hafa afar góðar tekjur.

Danski atvinnukylfingurinn Søren Hansen hefur verið ákærður í Danmörku fyrir stórfelld skattsvik en hann er grunaður um að hafa komið fjármunum undan í erlendum skattaskjólum. Hansen er í 47. sæti á heimslista kylfinga.

Að sögn fréttavefjar Jyllands-Posten krefst saksóknari efnahagsbrota í Danmörku þess, að Hansen greiði tæpar 20 milljónir danskra króna í sekt og verði einnig dæmdur til fangelsisvistar. Brotin, sem hann er ákærður fyrir, varða allt að 8 ára fangelsi.

Samkvæmt ákærunni hefur Hansen komið sér undan að greiða 9,7 milljónir danskra króna. Hann er með lögheimili í Mónakó en dönsk skattayfirvöld telja, að það sé aðeins yfirvarp og í raun hafi Hansen búið í sumarhúsi sínu í Hornbæk á Sjálandi. Með þessu móti hafi hann komið sér undan að greiða skatta af tekjum sínum í Danmörku á árunum 2000-2006.  Alls hefur Hansen fengið jafnvirði 55 milljóna danskra króna í verðlaunafé frá því hann varð atvinnumaður 1997 og að auki hefur hann haft háar auglýsingatekjur.

Hansen er nú að búa sig undir golfmót á PGA mótaröðinni í Minnesota í Bandaríkjunum um helgina en meðal annarra þátttakenda eru Tiger Woods og Phil Mickelson, tveir stigahæstu kylfingar heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK