Í stjórn FIH fram að næsta aðalfundi

Þeir Ragnar Árnason og Guðni Níels Aðalsteinsson sitja í stjórn …
Þeir Ragnar Árnason og Guðni Níels Aðalsteinsson sitja í stjórn FIH-bankans fyrir hönd Seðlabankans og Kaupþings. Reuters

Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi nefndarmaður í skilanefnd Kaupþings og áður forstöðumaður hjá Kaupþingi, mun sitja í stjórn danska bankans FIH Erhvervsbank þangað til breytingar verða gerðar á stjórninni á aðalfundi í samræmi við samþykktir bankans.

Guðni situr í stjórn FIH fyrir hönd skilanefndar Kaupþings, en hann var kjörinn aðalmaður í stjórnina á síðasta aðalfundi FIH. Guðni lét af störfum í skilanefndinni nýlega að kröfu Fjármálaeftirlitsins, en öllum fyrrverandi stjórnendum bankanna sem eftir voru í skilanefndunum var vikið frá störfum. Skilanefnd Landsbankans réð hins vegar í kjölfarið tvo fyrrverandi nefndarmenn sem ráðgjafa og skilanefnd Glitnis réð Kristján Óskarsson, fyrrverandi nefndarmann í skilanefnd, í stöðu framkvæmdastjóra.

Ekki að störfum sem ráðgjafi

Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir að Guðni Níels sé ekki að störfum fyrir skilanefndina, hvorki sem ráðgjafi eða eitthvað annað þó hann sitji í stjórn danska bankans. „Það verður ekki boðað til nýs aðalfundar til þess eins að breyta stjórn þessa banka [FIH],“ segir Steinar, en stjórnarmenn eru kjörnir á aðalfundi í samræmi við samþykktir FIH.

Ragnar Árnason, prófessor, situr í stjórn FIH Erhvervsbank fyrir hönd Seðlabankans, en Seðlabankinn tók sem kunnugt er veð í öllum hlutabréfum Kaupþings í FIH rétt fyrir bankahrunið í haust gegn 500 milljóna evra láni. Seðlabankinn áformar að selja hlut sinn í bankanum árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka