Í stjórn FIH fram að næsta aðalfundi

Þeir Ragnar Árnason og Guðni Níels Aðalsteinsson sitja í stjórn …
Þeir Ragnar Árnason og Guðni Níels Aðalsteinsson sitja í stjórn FIH-bankans fyrir hönd Seðlabankans og Kaupþings. Reuters

Guðni Ní­els Aðal­steins­son, fyrr­ver­andi nefnd­armaður í skila­nefnd Kaupþings og áður for­stöðumaður hjá Kaupþingi, mun sitja í stjórn danska bank­ans FIH Er­hvervs­bank þangað til breyt­ing­ar verða gerðar á stjórn­inni á aðal­fundi í sam­ræmi við samþykkt­ir bank­ans.

Guðni sit­ur í stjórn FIH fyr­ir hönd skila­nefnd­ar Kaupþings, en hann var kjör­inn aðalmaður í stjórn­ina á síðasta aðal­fundi FIH. Guðni lét af störf­um í skila­nefnd­inni ný­lega að kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, en öll­um fyrr­ver­andi stjórn­end­um bank­anna sem eft­ir voru í skila­nefnd­un­um var vikið frá störf­um. Skila­nefnd Lands­bank­ans réð hins veg­ar í kjöl­farið tvo fyrr­ver­andi nefnd­ar­menn sem ráðgjafa og skila­nefnd Glitn­is réð Kristján Óskars­son, fyrr­ver­andi nefnd­ar­mann í skila­nefnd, í stöðu fram­kvæmda­stjóra.

Ekki að störf­um sem ráðgjafi

Stein­ar Þór Guðgeirs­son, formaður skila­nefnd­ar Kaupþings, seg­ir að Guðni Ní­els sé ekki að störf­um fyr­ir skila­nefnd­ina, hvorki sem ráðgjafi eða eitt­hvað annað þó hann sitji í stjórn danska bank­ans. „Það verður ekki boðað til nýs aðal­fund­ar til þess eins að breyta stjórn þessa banka [FIH],“ seg­ir Stein­ar, en stjórn­ar­menn eru kjörn­ir á aðal­fundi í sam­ræmi við samþykkt­ir FIH.

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or, sit­ur í stjórn FIH Er­hvervs­bank fyr­ir hönd Seðlabank­ans, en Seðlabank­inn tók sem kunn­ugt er veð í öll­um hluta­bréf­um Kaupþings í FIH rétt fyr­ir banka­hrunið í haust gegn 500 millj­óna evra láni. Seðlabank­inn áform­ar að selja hlut sinn í bank­an­um árið 2012.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK