Kreppa hjá breskum sveitarfélögum

Reuters

Sveitarfélög á Englandi og í Wales horfast nú í augu við 4 milljarða punda tekjuhalla eða sem nemur 843 milljörðum íslenskra króna. Sjö þúsund störf hafa tapast á liðnu hálfu ári. Hallinn tekur ekki inn í myndina hrun íslensku bankanna þar sem náðst hefur að fresta þeim áhrifum til 2010-11 að því fram kemur á vef BBC.

Tekjur af fasteignasölu og sölu lands hafa lækkað um 2,7 milljarða punda miðað við 2007-08 og vextir á innistæðum um 1,3 milljarð. Búist er við því að sveitarfélög haldi áfram að fækka störfum á næstu tólf árum.

Sveitarfélögin hafa reynt að hlaupa undir bagga með íbúunum sem í auknum mæli eiga í erfiðleikum m.a. með að borga af veðlánum. Það getur þó reynst sveitarfélögunum erfitt þar sem tekjulindum þeirra hefur fækkað verulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK