Norræna flugfélagið SAS tilkynnti í morgun, að allt að 1500 starfsmönnum félagsins yrði sagt upp störfum á næstunni en mikið tap hefur verið á rekstri SAS á þessu ári. Yfir þúsund starfsmenn hafa hætt störfum að undanförnu og 14 flugvélar hafa verið teknar úr rekstri.
Tak á rekstri SAS nam 1 milljarði sænskra króna, 17,5 milljörðum íslenskra króna, og samtals er tapið 1,8 milljarðar sænskra króna fyrir skatta það sem af er árinu. Veltan var 23,5 milljarðar sænskra króna fyrri hluta ársins sem er 12,1% samdráttur miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Þá fækkaði farþegum milli ára um 12,1 milljón á fyrri hluta ársins miðað við fyrri hluta ársins 2008 eða um 16,4%.
SAS hefur þurft að glíma við tiltölulega háan rekstrarkostnað og harða samkeppni frá lágjaldaflugfélögum.