Fasteignafélagið Landic Property hefur undirritað samning við NBI, Nýja Kaupþing, Íslandsbanka og Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu innlends fasteignasafns síns.
Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélagsins, Landic Property hf., og sölu á erlendum fasteignasöfnum félagsins og er sú vinna enn í gangi. Félagið mun í framtíðinni einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi. Félagið er að ganga frá sölu á Magasin og Illum fasteignunum og unnið er að sölu á danska fasteignasafninu Atlas I.