Staða aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands hefur nú verið auglýst laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 28. ágúst næstkomandi. Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings, segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann muni sækja um embættið. Aðalhagfræðingur tekur þátt í rannsóknum, greiningu og ritstörfum eftir því sem tilefni er til. Aðalhagfræðingur er jafnframt helsti ráðgjafi bankastjóra á sviði efnahagsmála og peningastefnu.