Meira aðhalds þörf

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og …
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri, kynntu forsendur fyrir vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í dag. mbl.is/Kristinn

Þörf er á meira aðhaldi hjá hinu opinbera en spáð var í maí til að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála, kemur þetta fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem birt voru í dag. Er Seðlabankinn nú svartsýnni en stjórnvöld um hvenær afgangur náist á rekstri ríkissjóðs. Ríkisstjórnin spáir því að því markmiði verði náð árið 2013, en Seðlabankinn telur að það náist ári síðar.

Í maíhefti Peningamála kom fram að nauðsynlegt væri að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að draga úr þeim mikla halla, sem myndast hefði á rekstri hins opinbera. Í maí var gert ráð fyrir því að jafnvægi væri komið milli tekna og útgjalda hins opinbera með aðhaldsaðgerðum. Myndu þær aðgerðir koma nokkurn vegin koma jafnt niður á tekju- og gjaldahlið.

Forsendur hafa nú breyst þar sem nú er gert ráð fyrir því að hækkun skatttekna nái einnig til óbeinna skatta. Samsvari hún 0,4% af landsframleiðslu á næsta ári, 1,1% árið 2011, 1,0% árið 2012 og 0,6% árið 2013. Bætast þessar hækkanir við hækkun óbeinna skatta í júní og fyrirhugaða hækkun í haust.

Til að unnt verði að ná jöfnuði í rekstri hins opinbera þarf aðhald í rekstri á árunum 2009-2013 að vera samtals 200 milljarðar króna, sem er heldur meira aðhald en talið var þörf á í maí. Aðlögunarferillinn sé því orðinn framhlaðnari og muni vara lengur. Nemur munurinn um 10 milljörðum árið 2010 og um 50 milljörðum fyrir árin 2012 og 2013.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK