Stýrivextir áfram 12%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. Er þetta í takt við spár greiningardeilda. Aðrir vextir Seðlabankans eru einnig óbreyttir. Vextir á viðskiptareikningum í Seðlabankanum eru þannig áfram 9,5%. Forsendur stýrivaxtaákvörðunarinnar verða kynntar á fundi með  blaðamönnum klukkan 11 í dag.
 

Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbanka bentu báðar á að við síðustu ákvörðun hafi Seðlabankinn sagt að við ákvörðunina nú yrði horft til gengis krónunnar. Gengið hefur veikst síðan þá og af þeim sökum töldu deildirnar litlar líkur á því að vextir yrðu lækkaðir.

IFS greining sagði í sinni spá að lítið hafi mjakast í átt að stækkun gjaldeyrisvaraforðans. Fremur ólíklegt sé að róttækar ákvarðanir verði teknar í peningamálum á meðan ekki er búið að tryggja stærri gjaldeyrisforða. Það sé því fremur ólíklegt að Seðlabankinn lækki vexti á morgun. „Eftir því sem það dregst að tryggja stærri gjaldeyrisforða mun teygjast úr stýrivaxtalækkunarferlinu,“ sagði í spá IFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka