Stýrivextir lækkaðir í Danmörku

Danski seðlabankinn.
Danski seðlabankinn.

Seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,10 prósentur. Frá og með morgundeginum verða stýrivextir í landinu því 1,45%.

Danski seðlabankinn hefur að jafnaði farið eftir ákvörðunum evrópska seðlabankans, og því kemur það mörgum á óvart að bankinn hafi ákveðið að lækka stýrivexti nú, án þess að Seðlabanki Evrópu hafi tilkynnt um slíkt. 

Bankinn hefur verið að lækka stýrivextina í landinu smátt og smátt frá því í lok október. Þá náðu þeir hámarki og voru 5,5%. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK