Tap Skipta nam 2,1 milljarði króna

Tap Skipta, móðurfélags Símans, á fyrri hluta árs nam 2,1 milljarði króna sem skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar á tímabilinu. Tap á sama tímabili árið 2008 var 4 milljarðar króna.

Fram kemur í tilkynningu frá Skiptum, að sala jókst um 1 milljarð króna á milli ára eða um 5%. Sala nam 19,8 milljörðum króna samanborið við 18,8 milljarða á sama tímabili árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,2 milljörðum króna samanborið við 4,1 milljarð fyrir sama tímabil 2008. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,2 milljörðum króna samanborið við 7,9 milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,6 milljarði króna.

Fjármagnsgjöld voru 3,6 milljarðar króna en þar af nam gengistap 1,2 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu Skipta, að mikil óvissa ríki um stöðu efnahagsmála á Íslandi næstu mánuði og misseri. Búast megi við eitthvað minnkandi eftirspurn og hafi Skipti og dótturfélög brugðist við þeim aðstæðum með ýmsum aðgerðum sem allar miði að því ná fram enn betri rekstri félaganna. Þær hagræðingaraðgerðir, sem gripið var til allt frá ársbyrjun 2008 séu nú að fullu komnar inn í reksturinn. Áfram verði ýtrasta aðhaldi beitt í rekstri félaganna innan Skipta. 


Tilkynning Skipta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK