Aflaverðmæti eykst milli ára

Afla­verðmæti ís­lenskra skipa nam tæp­um 42 millj­örðum króna fyrstu fimm mánuði árs­ins 2009, sam­an­borið við 40 millj­arða á sama tíma­bili 2008. Afla­verðmæti hef­ur því auk­ist um tæpa 2 millj­arða eða 4,2 % á milli ára.

Afla­verðmæti botn­fisks var í lok maí orðið 33 millj­arðar á ár­inu sem er aukn­ing um 5,8% frá sama tíma í fyrra þegar afla­verðmætið nam tæp­um 31 millj­arði.

Verðmæti þorskafla var um 16 millj­arðar og stóð nokk­urn veg­in í stað milli ára. Afla­verðmæti ýsu nam um 6,5 millj­örðum og dróst sam­an um 5,1% frá ár­inu 2008. Verðmæti karfa­afl­ans nam tæp­um 5 millj­örðum, sem er 57% aukn­ing frá fyrstu fimm mánuðum árs­ins 2008, og verðmæti ufsa­afl­ans dróst sam­an um 6,3% milli ára í rúma 2 millj­arða króna. Verðmæti ann­ars botn­fisksafla jókst í heild um 28% frá ár­inu 2008

Verðmæti flat­fiskafla nam rúm­um 3,5 millj­örðum króna í janú­ar til maí 2009, sem er 40% aukn­ing frá fyrra ári. Afla­verðmæti upp­sjáv­ar­afla dróst hins veg­ar sam­an um 17% milli ára og nam 5 millj­örðum.
 
Verðmæti afla sem seld­ur er í beinni sölu út­gerða til vinnslu inn­an­lands nam um 17 millj­örðum króna fyrstu fimm mánuði árs­ins og jókst um 1,4% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keypt­ur er á markaði til vinnslu inn­an­lands dróst sam­an um 8,2% milli ára og var um 6 millj­arðar króna. Afla­verðmæti sjó­fryst­ing­ar nam 12 millj­örðum, sam­an­borið við 11 millj­arða árið áður. Verðmæti afla sem flutt­ur er út óunn­inn nam um 5,6 millj­örðum, sem er 20,5% aukn­ing miðað við tíma­bilið janú­ar til maí 2008.

Til­kynn­ing Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK