Nauðsynleg lesning

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson.

Fleiri dómar hafa birst erlendis í dag um bók Ásgeirs Jónssonar, Why Iceland, þar sem hann rekur ástæður hinnar hröðu uppbyggingar fjármálakerfisins hér á landi og hruni kerfisins fyrir tæpu ári. Í New York Post er bókin á lista yfir bækur, sem teljast nauðsynleg lesning og þá birtist dómur um hana í New York Times.

Í dómi New York Times er bókin sögð afar spennandi lesning, en að hagfræðilegur textinn geti á köflum orðið tyrfinn. Bókin sé ögrandi og gríðarlega mikilvæg rannsókn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ásgeir segi í bókinni að hrunið sé ekki afleiðing glæpsamlegrar hegðunar eða óheppni. Seðlabanki Íslands hafi ekki verið eins sterkur bakhjarl og seðlabankar erlendis og þá hafi Seðlabankann skort eftirlitstæki annarra sambærilegra stofnana. Vegna þessa skorts á bakhjarli hafi íslensku viðskiptabankarnir þurft að reiða sig á erlenda lánsfjármarkaði til að vaxa.

Í kjölfar hruns bandaríska bankans Lehman Brothers hafi þessi markaður lokast. Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu og Bretlands hafi neitað að koma íslensku bönkunum til bjargar og þar með hafi örlög þeirra verið ráðin.

Segir Ásgeir að Sviss og Bretland gætu staðið frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu. Bæði ríkin séu tiltölulega fámenn, með stór alþjóðleg bankakerfi auk þess sem heimamyntir þeirra sé ekki það sem kallast „varasjóðsmynt“. Í lokaorðum dómsins varpar gagnrýnandinn fram þeirri spurningu hvort Bandaríkjamenn geti ekki dregið lærdóm af reynslu Íslendinga. Bandaríska ríkið séu nú annað hvort eigandi eða lánadrottinn margra stórra þarlendra banka. Verði Bandaríkin nógu fjárhagslega sterk til að forðast örlög Íslands missi heimurinn allt í einu trúna á Bandaríkin og greiðslugetu þeirra?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK