93% þeirra evrópsku banka og fjármálastofnana, sem töpuðu fé á viðskiptum við íslensku bankana, eru að íhuga málhöfðun gegn íslenska ríkinu. 98% þeirra telja að íslensk stjórnvöld hafi ekki komið með sanngjörnum hætti fram við kröfuhafa.
Þetta kemur fram í könnunn, sem breska lögmannsstofnan Norton Rose gerði meðal 60 stærstu banka og fjármálastofnana Evrópu, sem áttu í viðskiptum við íslensku bankana. Sagt var frá hluta af niðurstöðunum á mbl.is um helgina, m.a. að ríflega 90% bankanna sögðu að það væri
„ólíklegt" og mjög „ólíklegt" að þau myndu fjárfesta á ný á Íslandi.
Um 74% bankanna sögðust telja, að íslensk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í viðbrögðum við bankahruninu. Þá sögðust 9 af hverjum tíu ekki sjá fyrir sér efnahagsbata á Íslandi á næstu tveimur árum að minnsta kosti og þrír af hverjum fjórum sögðust ekki telja Ísland hæft til að ganga í Evrópusambandið.