Ekki auðvelt að „snúa skútunni"

Reuters

Vísbendingar eru um að hagkerfi heimsins sé að byrja að hjarna við eftir fjármálakreppuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þó, að það verði verði ekki einfalt því kreppan hafi skilið eftir sig djúp sár sem muni hafa áhrif á framleiðslu og eftirspurn í mörg ár enn.

Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í skýrslu í dag að búast megi við því, að heimsframleiðslan verði minni en hún var fyrir kreppuna. Lönd verði að endurskipuleggja efnahag sinn. Hagkerfi, sem aðallega hafa verið drifin áfram af einkaneyslu, eins og Bandaríkin, verði að leggja meiri áherslu á útflutning og Asíuríki verði að auka innflutning.

Þá muni það taka fjármálakerfi í mörgum þróuðum ríkjum langan tíma að ná nýju jafnvægi og svonefnd nýmarkaðsríki muni einnig þurfa að aðlaga sig að þessari þróun.

Blanchard segir að atvinnuleysi muni halda áfram að vaxa á næsta ári og nauðsynlegt sé að hækka skatta til að mæta kostnaði vegna fjármálakreppunnar.

Hagtölur, sem birst hafa á síðustu dögum, benda til þess að hagvöxtur sé á ný í Þýskalandi, Frakklandi,Japan og Hong Kong.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka