Ekki auðvelt að „snúa skútunni"

Reuters

Vís­bend­ing­ar eru um að hag­kerfi heims­ins sé að byrja að hjarna við eft­ir fjár­málakrepp­una. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn seg­ir þó, að það verði verði ekki ein­falt því krepp­an hafi skilið eft­ir sig djúp sár sem muni hafa áhrif á fram­leiðslu og eft­ir­spurn í mörg ár enn.

Oli­vier Blanch­ard, aðal­hag­fræðing­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, seg­ir í skýrslu í dag að bú­ast megi við því, að heims­fram­leiðslan verði minni en hún var fyr­ir krepp­una. Lönd verði að end­ur­skipu­leggja efna­hag sinn. Hag­kerfi, sem aðallega hafa verið drif­in áfram af einka­neyslu, eins og Banda­rík­in, verði að leggja meiri áherslu á út­flutn­ing og Asíu­ríki verði að auka inn­flutn­ing.

Þá muni það taka fjár­mála­kerfi í mörg­um þróuðum ríkj­um lang­an tíma að ná nýju jafn­vægi og svo­nefnd ný­markaðsríki muni einnig þurfa að aðlaga sig að þess­ari þróun.

Blanch­ard seg­ir að at­vinnu­leysi muni halda áfram að vaxa á næsta ári og nauðsyn­legt sé að hækka skatta til að mæta kostnaði vegna fjár­málakrepp­unn­ar.

Hag­töl­ur, sem birst hafa á síðustu dög­um, benda til þess að hag­vöxt­ur sé á ný í Þýskalandi, Frakklandi,Jap­an og Hong Kong.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK