Fara með 91,34% hlut í Alfesca

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca mbl.is/Árni Sæberg

Yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca var samþykkt af eigendum 23,04% hlutafjár. Lur Berri hefur tryggt sér 25,96% af útgefnu hlutafé Alfesca 2,92% af útgefnu hlutafé félagsins við upphaf útboðsins sem hófs í byrjun júlí en lauk í gær. Fyrir tilboðið áttu samstarfsaðilar Luc Berri 68,3% og fer félagið því með 91,34% hlutafjár í Alfesca.

Samstarfsaðilar Luc Berri Iceland eru: Lur Berri Holding SAS (móðurfélag Lur Berri Iceland), Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. og tilteknir stjórnendur Alfesca.

Segir í tilkynningu til Kauphallarinnar að hluthafar sem samþykkt hafa tilboðið munu fá kaupverð hlutanna greitt eigi síðar en 24. ágúst 2009 í samræmi við skilmála tilboðsins, samhliða því að Lur Berri Iceland ehf. fær hlutina framselda.

Í ljósi þess að samstarfsaðilarnir eiga sameiginlega meira en 90% útgefins hlutafjár og fara með meira en 90% atkvæðisréttar í Alfesca hf. hyggst Lur Berri Iceland ehf. nú leggja til við stjórn félagsins að hlutir í eigu annarra hluthafa Alfesca hf. verði innleystir. Ennfremur að afskrá Alfesca úr Kauphöllinni þannig að enn fækkar félögum sem þar eru skráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK