Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar

Magnús Kristinsson.
Magnús Kristinsson.

Útgerðarmaður­inn og eig­andi Toyota á Íslandi, Magnús Krist­ins­son, hef­ur samið við skila­nefnd gamla Lands­bank­ans um að stór hluti 50 millj­arða króna skuld­ar hans við  bank­ann verði af­skrifaður. Hann mun þurfa að greiða þrota­búi gamla Lands­bank­ans það litla sem hann var per­sónu­lega ábyrg­ur fyr­ir. Þetta kem­ur fram í DV í dag.

Hluti skuld­anna er til­kom­inn vegna kaupa Magnús­ar á Toyota-umboðinu fyr­ir fjór­um árum. Magnús var hlut­hafi í Lands­bank­an­um við banka­hrunið í haust.

Magnús hef­ur samið við skila­nefnd Lands­bank­ans um að stór hluti af tæp­lega 50 millj­arða króna skuld­um eign­ar­halds­fé­laga hans verði af­skrifaður, sam­kvæmt heim­ild­um DV.

Magnús mun hins veg­ar þurfa að standa skil á því sem hann er per­sónu­lega ábyrg­ur fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK