Veitt starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Magnús Bjarnason
Magnús Bjarnason

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Capacent Glacier hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Starfsleyfi Capacent Glacier hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í fjárfestingarráðgjöf og umsjón með útboði verðbréfa án sölutryggingar.

Magnús Bjarnason er framkvæmdastjóri Capacent Glacier og stjórnarformaður Glacier Partners. Magnús var áður einn af framkvæmdastjórum Glitnis.

Á vef fyrirtækisins segir að Capacent Glacier er alþjóðlegt fjármálaráðgjafarfyrirtæki í nánu samstarfi við Glacier Partners í New York. Félögin veita óháða ráðgjöf tengda kaupum og sölum á fyrirtækjum, fjármögnun og fjárhagslegri endurskipulagningu. 

Capacent Glacier byggir á grunni Capacent .  Tilurð Capacent má rekja til 2005 þegar IMG og KPMG Ráðgjöf sameinuðu krafta sína.   Starfsmenn Capacent eru í dag um 500 talsins, á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK