Krónan veikist meira

Evrur
Evrur Reuters

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,85 prósent það sem af er degi. Gengisvísitalan stendur í rúmum 238 stigum. Það er veikasta gildi hennar á þessu ári. Hæst fór gengisvísitalan í rúm 236 stig í lok júlí. Þegar gengisvísitalan hækkar veikist krónan.

Gjaldeyrishöft og skilaskylda á gjaldeyri, sem Seðlabankinn kom fyrst á 28. nóvember 2008, átti að leiða til styrkingar krónunnar. Fáir geta útskýrt af hverju krónan heldur áfram að veikjast þrátt fyrir að höftin hafi verið hert síðan.

Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að gengi krónunnar hafi hækkað í gær um 0,4% eftir tvö inngrip Seðlabankans í gjaldeyrismarkaðinn þar sem bankinn seldi gjaldeyri fyrir krónur. Fyrir inngrip bankans í gær hafði krónan lækkað nær samfellt frá því á föstudaginn um samtals 2,3%. Hafði evran á þeim tíma farið úr 178,4 krónum í 182,5 krónur. Nú stendur evran í 183,3 krónum og hefur krónan því lækkað um 2,8% gagnvart henni frá því á föstudaginn í síðustu viku.

„Seðlabankinn hafði fyrir daginn í gær einungis einu sinn gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn í þessu mánuði og hafði þannig haldið sig mun meira til hlés en síðustu mánuði en hann greip tíu sinnum inn í markaðinn í júlí og nítján sinnum í júní. Ljóst er af aðgerðum bankans að hann hefur nokkrar áhyggjur af þessari veikingarhrinu en hún kemur eftir nokkuð stöðugt gengi krónunnar í sumar. Reikna má með því að Seðlabankinn muni halda áfram að styðja við stefnuna í peningamálum á næstunni með inngripum á gjaldeyrismarkaði," að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK